Um CATO Lögmenn

Stofan á rætur sínar að rekja til þess að Gísli Baldur Garðarsson hóf rekstur lögmannsstofu árið 1976. Árið 1984 flutti stofan sig að Pósthússtræti 13 og tók upp nafnið Lögmenn við Austurvöll (LVA Lögmenn). Árið 1982 bættist Sigmundur Hannesson í hópinn, þá hóf Ægir Guðbjarni Sigmundsson störf hjá Lögmönnum við Austurvöll árið 1998 og Eyvindur Sólnes gekk til liðs við þá árið 1999.

Þann 4. febrúar 2011 sameinuðust Lögmenn við Austurvöll og JÁS Lögmenn, undir nafninu CATO Lögmenn.

CATO Lögmenn opnuðu skrifstofu sína á 16. hæð í turninum við Höfðatorg þann 4. febrúar 2011. Þann 1. desember 2019 fluttu CATO Lögmenn í nýjar og glæsilegar höfuðstöðvar að Hafnartorgi í hjarta miðbæjar Reykjavíkur. Þeir lögmenn sem hafa bæst í hópinn eru Anna María Gísladóttir, Arnar Ingi Ingvarsson, Ásta Kristjánsdóttir, Borgar Þór Einarsson og Ívar Þór Jóhannsson.