Starfssvið

Erfða- og fjölskylduréttur

CATO Lögmenn veita alhliða þjónustu og ráðgjöf á sviði erfða- og fjölskylduréttar. Helstu verkefni sem CATO Lögmenn taka að sér á þessu sviði eru:

 • Erfðamál:
  • Gerð erfðaskráa og ráðgjöf varðandi erfðafjárskatt.
  • Ráðgjöf og aðstoð við skipti dánarbúa sem sæta einkaskiptum, þ.m.t. samskipti við yfirvöld og öll nauðsynleg skjalagerð.
  • Ráðgjöf og fyrirsvar fyrir erfingja við skipti dánarbúa sem sæta opinberum skiptum, þ.m.t. fyrirsvar fyrir dómstólum, samskipti við skiptastjóra og öll nauðsynleg skjalagerð.
 • Hjúskapur og skilnaðarmál:
  • Gerð kaupmála og annar undirbúningur fyrir hjúskap.
  • Ráðgjöf og aðstoð við gerð fjárskiptasamninga milli sambúðarfólks.
  • Ráðgjöf og aðstoð við fjárskipti milli hjóna og sambúðaraðila við skilnað.
  • Ráðgjöf varðandi forsjá og meðlagsgreiðslur við skilnað.
  • Ráðgjöf og fyrirsvar fyrir einstaklinga sem sækja um skilnað fyrir dómstólum eða sæta opinberum skiptum á fjárfélagi.