Starfssvið

Slysa-, skaðabóta- og vátryggingamál

Fyrirtæki og einstaklingar sem orðið hafa fyrir hverskonar tjóni geta leitað til CATO Lögmanna. Sérfræðingar stofunnar veita ráðgjöf og aðstoð vegna slíkra mála og kappkosta við að sækja tjón umbjóðenda sinna með kröfugerð á hendur hinum bótaskylda eða þá vátryggingafélagi hins bótaskylda.

CATO Lögmenn veita m.a. ráðgjöf varðandi:

– Slysamál. CATO Lögmenn eru í samstarfi við lögmannsstofuna ÓHAPP slysa- og bótamál, sem veitir einstaklingum ráðgjöf og þjónustu í slysa- og skaðabótamálum. Sérfræðingar Óhapps veita ráðgjöf m.a. ráðgjöf varðandi líkamstjón eftir umferðarslys, vinnuslys, sjóslys og læknamistök. Nálgast má frekari upplýsingar um málaflokkana á heimasíðu Óhapps.

– Skaðabótamál utan- og innan samninga.

-Öflun matsgerða til sönnunar á tjóni.