CATO Lögmenn veita alhliða þjónustu og ráðgjöf á sviði félagaréttar. Helstu verkefni sem CATO Lögmenn taka að sér á þessu sviði eru:
- Ráðgjöf við stofnun félaga og val á rekstrarformi.
- Ráðgjöf við breytingu á samþykktum og stjórnskipulagi félags.
- Ráðgjöf við samruna, yfirtöku, skiptingu eða slit félaga.
- Ráðgjöf við breytingu á rekstrarformi.
- Ráðgjöf varðandi fjármögnun félaga og varðandi hækkun og lækkun hlutafjár.
- Gerð áreiðanleikakannanna og aðstoð við fyrirtæki sem sæta áreiðanleikakönnun. Vegna náins samstarfs við skattaréttarsérfræðinga CATO getum við boðið uppá gerð bæði félagaréttarlegra og skattaréttarlegra áreiðanleikakannana.
- Ráðgjöf við skráningu félaga á markað og samskipti við kauphöll og eftirlitsaðila.
- Stjórnun hluthafa
Öll skjalagerð og samskipti við viðeigandi yfirvöld og eftirlitsaðila eru hluti af þjónustu CATO Lögmanna á sviði félagaréttar.