ÓHAPP slysa- og bótamál

 

ÓHAPPCATO Lögmenn eru í samstarfi við lögmannsstofuna ÓHAPP slysa- og bótamál, sem veitir einstaklingum ráðgjöf og þjónustu í slysa og skaðabótamálum. Þeir málaflokkar sem lögmenn ÓHAPPS sinnar eru: Umferðarslys, bílslys, vinnuslys, frítímaslys, sjóslys, fasteignagalli, líkamsárásir, læknamistök o.fl.

ÓHAPP er staðsett á sama stað og CATO lögmenn, á 16. hæð Höfðatorgs í Reykjavík.

Lögmenn ÓHAPPS slysa- og bótamála hafa víðtæka reynslu og þekkingu á rekstri bótamála, bæði í samskiptum við tryggingafélög, fyrir úrskurðarnefndum og dómstólum. Þeir hafa reynslu beggja megin borðsins og hafa starfað bæði fyrir tjónþola og fyrir tryggingafélög. Sú reynsla og þekking skilar sér í faglegum og vönduðum vinnubrögðum viðskiptavinum til hagsbóta.

Þjónustan er viðskiptavinum okkar ávallt að kostnaðarlausu ef engar bætur fást greiddar. Engar bætur, engin þóknun. Hafðu samband við lögmenn ÓHAPPS hér.

Nánari fróðleik og upplýsingar má finna á síðunni www.ohapp.is.

 

 

 

Comments are closed.