CATO Collect – Innheimtuþjónusta

CATO Collect innheimtuþjónusta sérhæfir sig í lögfræðilegri innheimtu á vanskilaskuldum. Starfsfólk CATO Collect kappkostar að veita viðskiptavinum sínum persónulega, skjóta og sveigjanlega þjónustu sem byggist á áratugareynslu starfsmanna og þekkingu á þessu sviði.

Lögð er áhersla á að sýna virðingu, kurteisi og öryggi í öllum innheimtustörfum. CATO Collect gerir bæði fasta samninga við viðskiptavini um innheimtu vanskilaskulda og tekur einnig einstakar kröfur til innheimtu. Viðskiptavinir geta alltaf fengið upplýsingar á skrifstofutíma um stöðu sinna mála hjá starfsfólki innheimtudeildar en jafnframt eru viðskiptavinum reglulega sendar upplýsingar um stöðu einstakra mála.

CATO Collect nýtur aðstoðar allra þeirra lögmanna sem starfa hjá CATO Lögmönnum.

Netfang: innheimta@cato.is

Comments are closed.