Verið velkomin á vef CATO Lögmanna

CATO Lögmenn er lögmannsstofa með skrifstofu í glæsilegri nýbyggingu í Hafnartorgi í hjarta miðborgar Reykjavíkur. CATO Lögmenn tóku til starfa í febrúar 2011 og er stofan byggð á grunni lögmannsstofunnar Lögmanna við Austurvöll sem var stofnuð árið 1976. Lögð er áhersla á að veita einstaklingum, fyrirtækjum og stofnunum vandaða ráðgjöf og þjónustu. Hjá CATO Lögmönnum starfa valinkunnir lögmenn sem hafa mikla reynslu á flestum sviðum lögfræðinnar.

CATO Lögmenn bjóða upp á alhliða lögfræðiþjónustu og leggja áherslu á að aðstoða einstaklinga og fyrirtæki sem standa frammi fyrir lagalegum álitaefni. Lögmenn stofunnar hafa einnig mikla reynslu af þjónustu við innlend og alþjóðleg fyrirtæki og öllu sem viðkemur rekstri þeirra. Eru fjölmörg virt fyrirtæki í föstum viðskiptum við stofuna. Jafnframt hafa CATO Lögmenn starfað á sviði skaðabóta- og hugverkaréttar og hafa mikla reynslu á þeim sviðum.

CATO Lögmenn starfrækja jafnframt Innheimtustofuna CATO Collect sem sérhæfir sig í lögfræðilegri innheimtu. Byggir stofan á grunni Innheimtustofunnar Rein sem tók til starfa árið 1995.

Hafðu samband!

Comments are closed.