Verið velkomin á vef CATO Lögmanna

CATO Lögmenn er lögmannsstofa með skrifstofu á 16. hæð í turninum við Höfðatorg (við Borgartún). CATO Lögmenn tóku til starfa í febrúar 2011 og er stofan byggð á grunni stofunnar Lögmenn við Austurvöll. Lögð er áhersla á að veita einstaklingum, fyrirtækjum og stofnunum vandaða ráðgjöf og þjónustu. Hjá CATO Lögmönnum starfa valinkunnir lögmenn sem hafa mikla reynslu á flestum sviðum lögfræðinnar.

CATO Lögmenn bjóða upp á alhliða lögfræðiþjónustu og leggja áherslu á  að aðstoða einstaklinga og fyrirtæki með lagaleg vandamál. Þeir hafa einnig mikla reynslu af þjónustu við innlend og alþjóðleg fyrirtæki og öllu sem viðkemur rekstri þeirra. Eru fjölmörg virt fyrirtæki í föstum viðskiptum við stofuna. Jafnframt hafa CATO Lögmenn starfað mikið á sviði hugverkaréttar og hafa mikla reynslu á því sviði.

CATO Lögmenn starfrækja jafnframt Innheimtustofuna CATO Collect sem sérhæfir sig í lögfræðilegri innheimtu. Byggir stofan á grunni Innheimtustofunnar Rein sem tók til starfa árið 1995.

Hafðu samband!

Comments are closed.